Gísli Torfason dáinn
Ég hef ekki verið mikið fyrir það að blogga upp á síðkastið, sem væntanlega mætir skilningi víðast hvar.
Ég ætla að skrifa smá í dag.
Ég var inn á bókasafni og kíkti á Morgunblaðið frá því á þriðjudag. Þar las ég minningagreinar um gamlan kennara minn Gísla Torfason. Þetta var alveg einstakur maður. Ég átti nokkrar frábærar stundir með honum bæði sem nemandi og svo aðeins sem vinnufélagi. Í einni minningagreininni er rifjað upp að Gísli kvaddi með því að segja "komdu með littla putta" og þessu man ég vel eftir. Ég hreinlega táraðist þegar ég las greinarnar og finn virkilega til með Rósu og fjölskyldunni.
Gísli var einstakur kennari og verð ég að segja einn best kennari sem ég hef haft. Ég man eitt sinn eftir því í tíma um diffrun, minnir mig. Þá kom hann inn og teiknaði öðru megin á töfluna og svo annað hinu megin á töfluna. Við nemendur sem vorum mætt störðum á þetta og skildum ekki neitt. Svo í rólegheitum tengdi Gísli þessar tvær teikningar með einu striki og við sáum ljósið. Hann náði meiri árangri á þessum 5 mínútum, en aðrir ónefndir kennarar við sömu stofnun á heilli önn.
Ég kveð góðan mann sem var numinn á brott allt of snemma.
kveðja,
Arnar Thor
Ég ætla að skrifa smá í dag.
Ég var inn á bókasafni og kíkti á Morgunblaðið frá því á þriðjudag. Þar las ég minningagreinar um gamlan kennara minn Gísla Torfason. Þetta var alveg einstakur maður. Ég átti nokkrar frábærar stundir með honum bæði sem nemandi og svo aðeins sem vinnufélagi. Í einni minningagreininni er rifjað upp að Gísli kvaddi með því að segja "komdu með littla putta" og þessu man ég vel eftir. Ég hreinlega táraðist þegar ég las greinarnar og finn virkilega til með Rósu og fjölskyldunni.
Gísli var einstakur kennari og verð ég að segja einn best kennari sem ég hef haft. Ég man eitt sinn eftir því í tíma um diffrun, minnir mig. Þá kom hann inn og teiknaði öðru megin á töfluna og svo annað hinu megin á töfluna. Við nemendur sem vorum mætt störðum á þetta og skildum ekki neitt. Svo í rólegheitum tengdi Gísli þessar tvær teikningar með einu striki og við sáum ljósið. Hann náði meiri árangri á þessum 5 mínútum, en aðrir ónefndir kennarar við sömu stofnun á heilli önn.
Ég kveð góðan mann sem var numinn á brott allt of snemma.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Ertu samt til í að blogga aftur? Svo leiðinlegt að sjá alltaf þessa fyrirsögn.